Leikjum lokið í ensku 10. september 2005 00:01 Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira