Fjölskylda og vinir tóku þátt 11. september 2005 00:01 Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira