Erlent

eBay kaupir Skype

Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna. Helmingurinn af kaupverðinu verður greiddur í reiðufé og hinn helmingurinn í hlutabréfum. Skype er forrit sem hægt er að hlaða niður ókeypis og nota til að tala við aðra Skype-notendur í gegnum tölvu hvar sem er í heiminum. Fjöldi Skype-notenda er ekki ljós, þar sem þeir eru hvergi skráðir, en forritinu hefur verið hlaðið niður meira en 150 milljóna sinnum. Sérfræðingar á markaði telja að með þessu sé eBay að reyna að auka hlutdeild sína á netmarkaðnum, en samkeppnin þar harðnar stöðugt. Auk þess sé hugsunin líklega sú, að þeir sem eigi í viðskiptum í gegnum eBay- uppboðsvefinn, geti notað þessa aukaþjónustu eBay til að tala saman beint í gegnum Netið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×