Hafi bjargað lífi foreldra sinna 12. september 2005 00:01 Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira