Sport

Enskir vilja Mourinho sem þjálfara

Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. Talsmaður Mourinho hefur nú blásið á þetta og segir slíkt aldrei koma til greina. "Jose er sannur Portúgali og hann myndi aldrei ganga svona langt. Hann hefur líka sagt að hann vilji einn daginn taka við portúgalska landsliðinu og þessar fréttir hafa gengið fram úr öllu hófi," sagði talsmaðurinn. Mourinho hefur aukinheldur sagt að starf landsliðsþjálfara Englendinga ætti helst að vera í höndum heimamanns, en hefur þegar lýst yfir stuðningi við Sven-Göran Eriksson, sem er eini útlendingurinn sem hefur gegnt starfinu fram til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×