Ragnar og Helgi til Noregs 20. september 2005 00:01 Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall. Íslenski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall.
Íslenski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira