Hvers virði eru þessi störf? Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 22. september 2005 00:01 Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun