Sport

Heiðar þarf enn að vera þolinmóður

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni, þarf að vera þolinmóður enn um sinn, því hann verður áfram á varamannabekk liðsins á mánudagskvöld þegar liðið mætir Tottenham Hotspurs. "Heiðar er landsliðsmaður og veit því að menn þurfa að vera þolinmóðir og komast ekki alltaf í byrjunarliðið. Hann hefur fullan skilning á þessu og er maður með mjög gott hugarfar, svo að ég hef engar áhyggjur af honum. Sem stendur verður hann þó að sætta sig við að vera varamaður fyrir McBride og Radzinski," sagði Chris Coleman, stjóri Fulham,  sem ætlar ekki að breyta byrjunarliði sínu þó Heiðar hafi skorað í bikarnum í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×