Sport

Það var kominn tími á þetta

„Þetta er alveg meiriháttar. Það var svo sannarlega kominn tími til að lyfta alvöru bikar. Ég er kominn með góða æfingu eftir að hafa unnið 1. deildina, Reykjavíkurmótið, Canella Cup, Íslandsmótið innan hús og ég veit ekki hvað. Það var því afar kærkomið að fá loks að lyfta einum stórum," sagði fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, sem hefur upplifað súrt og sætt á þrettán ára ferli sínum hjá meistaraflokki Vals. „Við spiluðum ekkert sérstakan leik. En aðalmálið var auðvitað að vinna bikarinn og rita þar með nöfn okkar á spjöld sögunar," sagði Sigrurbjörn en nú hafa Valsmenn orðið níu sinnum bikarmeistarar, aðeins KR hefur unnið titilinn oftar eða tíu sinnum. Sigurbjörn var eini leikmaður Vals sem var í leikmannahóp síðast þegar liðið varð bikarmeistari árið 1992. En þá sat hann allan tímann á varamannabekknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×