Vaxa og dafna undir góðri leiðsögn 24. september 2005 00:01 VISA Europe styður þrjá íslenska skíðamenn til keppni á vetrarólympíuleikunum og íslensku krakkarnir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir, hittu aðra verðandi Ólympíufara sem og gamla Ólympíumeistara á Ítalíu í vikunni. Vetrarólympíuleikarnir í Torinó fara fram eftir aðeins fimm mánuði og íslenska íþróttafólkið er komið á fullt að búa sig undir að taka þátt í hápunkti íþróttafólks á fjögurra ára fresti. Meðal þeirra eru Vonarstjörnur VISA þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir. Krakkarnir voru mættir til Ítalíu á dögunum þar sem þeir hittu fyrir mentora VISA sem og aðra krakka sem líkt og þau hafa verið valin til að njóta góðs af styrk VISA-Europe. Þar er um að ræða fjárhagslegan stuðning sem og að krakkarnir njóta góðs af ráðgjöf fyrrum Ólympíumeistara sem einhvern tíma stóðu í sömu sporum og þau en hafa síðan orðið að mesta afreksfólki Ólympíuleikanna frá upphafi. Mentorar VISA að þessu sinni voru fimm kunnir afreksíþróttamenn. Fyrstan má telja einn sigursælasta skíðagöngumann allra tíma, Björn Dæhlie, en hann er eini íþróttamaðurinn sem hefur unnið átta gull á Vertrarólympíuleikum. Dæhlie heillar alla sem hitta hann með lifandi framkomu og léttri lundu og nær hann alveg sérstaklega vel til krakkanna sem voru dugleg að spyrja hann spjaranna úr. Þarna voru líka Debrorah Compagnoni, fyrsti alpagreinaskíðamaðurinn til að vinna gull á þremur Vetrarólympíuleikum, Franz Klammer sem er einn þekktasti skíðamaður allra tíma og varð þjóðhetja í heimalandi sínu þegar hann vann gull á heimavelli í Innsbrück 1976 og líka þær Rosa Mota og Sara Simeoni sem unnu bæði gull á Sumarólympíuleikum en þær voru báðar með þegar VISA setti fyrst þetta verkefni af stað fyrir Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Öll ræddu þessir miklu afreksíþróttamenn hvað væri mikilvægast fyrir krakkanna ril að þau geti náð fram sínu besta í Torínó og sáu þau um mismunandi þætti sem koma að undirbúningi fyrir keppni. Alls voru samankomnir íþróttamenn frá níu löndum að þessu sinni en þarna voru líka krakkar frá Finnlandi, Sviss, Austurríki, Ítalíu, Noregi, Svíþjóð, Tyrklandi og Tékklandi auk þeirra þriggja sem komu frá Íslandi. Er búin að læra mikið af meiðslunum „Þetta er mikil reynsla fyrir mig," segir Dagný Linda Kristjánsdóttir, 25 ára skíðakona frá Akureyri, en hún hefur verið kosin skíðakona ársins fjórum sinnum. „Þetta er rosastyrkur fyrir okkur krakkanna því það er ekki nóg með að við fáum peningana þá fáum við líka þessa ráðgjöf og kennslu sem er ekki síðra. Það er frábært að fá að heyra þetta fólk miðla af sinni reynslu og það er líka mjög hvetjandi að fá að hitta þetta fólk og tala við það í góðum tómi því stuðningur þess er ekki bundinn eingöngu við einhverja fyrirlestra. Við getum alltaf haft samband við þau og höfum aðgang að þeim hvenær sem við viljum, hvort sem það er andlegt eða eitthvað tengt æfingunum sjálfum." Dagný er að stíga upp úr erfiðum meiðslum sem hafa haldið henni frá keppni í langan tíma. „Mér finnst frábært að ég hafi verið valin í þetta því ég er búin að vera meidd í eitt og hálft ár og það kom mér á óvart að þeir vildu samt styrkja mig og gefa mér tækifærið. Ég er búin að læra mikið af að fara í gegnum svona erfið meiðsli. Ég hef bæði verið að gera öðruvísi æfingar og þá er ég líka búin að breyta mikið mínum venjum í tengslum við æfingarnar. Ég er ekki enn farin að geta allt sem ég gat áður og því hefur þolinmæðin verið ein af mikilvægustu þáttunum. Það er ótrúlegt hvað maður á af henni þegar á reynir," segir Dagný Linda en einn af mentorunum, Debrorah Compagnoni, náði frábærum árangri þrátt fyrir að hafa meiðst illa ung og Dagný hefur rætt þessi mál við hana. „Það er erfitt að reyna að finna jafnvægið á milli þess að gera nógu mikið og gera of mikið. Ég hef spurt mentorana út í reynslu þeirra af erfiðum meiðslum og þá sérstaklega Deborahu Compagnoni því það er auðveldast að bera mig saman við hana því hún er einnig á skíðum." Meiðslin hafa spilt mikið fyrir undirbúningnum fyrir leikana en Dagný er samt ennþá inni á leikunum. „Ég á að vera komin inn en vandamálið eru að meiðslin hafa spillt þarna fyrir mér því þar sem að maður fær refsistig fyrir að vera ekki búin að keppa vegna meiðsla en ég held að ég sé ennþá inni," segir Dagný, sem ljómar öll af spenningi þegar talið berst að leikunum. „Það er mikið ævintýri að fara á Ólympíuleika og það er mjög mikilvægt að undirbúa sig andlega og vita hversu stórir leikarnir eru. Það að koma í mark fyrir framan 40 þúsund áhorfendur sem allir klappa fyrir manni er eitthvað sem við erum ekki vön. Ég ætla að gera mitt besta í Tórínó. Áður en ég meiddist þá var ég búin að setja mér markmið á þessum Ólympíuleikum og þau voru orðin frekar há miðað við hvernig gekk þá. Ég er rétt komin á skíði á ný, veit ekkert hvar ég stend eða hvernig hnéð verður í vetur og tel því vera óraunhæft í dag að setja mér markmið fyrir þessa Ólympíuleika. Það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að reyna að vera með og njóta þess að vera þarna." Ekki gengið vel að komast á skíði á Ólafsfirði „Þetta er mjög gaman að heyra frá þessum gömlu íþróttamönnum og hvað þeir hafa mikið af segja og geta miðlað af mikllri reynslu," segir Kristján Uni Óskarsson, 21 árs skíðamaður frá Ólafsfirði sem hefur æft skíði frá ungum aldri og dvaldi meðal annars í þrjú ár í skíðaskóla í Noregi. „Það kom á óvart að VISA skyldi vilja styrkja okkur svona mikið og það er frábært að setja af stað verkefni eins og þetta. Það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að standa í þessu og maður er nánast bara yfir sumarið heima hjá sér og þá er maður meira að segja líka að fara út í styttri æfingaferðir. Þegar kemur fram á haustin er maður alltaf fljúgandi fram og til baka. Þó að það sé bara september þá er ég búinn að fara þrisvar sinnum út og þetta er bara rétt að byrja," segir Kristján Uni, sem var nýkomin úr mikilli ævintýraferð með landsliðinu. „Við í skíðalandsliðinu fórum meðal annars til Ástralíu á dögunum. Það var dálítið skrítið að fara til Ástralíu til þess að komast á skíði en það nýttist ágætlega. Það voru góðar aðstæður en maður hafði ekki gert sér grein fyrir því að það væru svona stór skíðasvæði." Kristján er frá Ólafsfirði hefur tvisvar sinnum verið kosinn Íþróttamaður bæjarins. „Það er mjög mikill stuðningur við okkur Elsu frá Ólafsfirði þrátt fyrir að þetta sé lítill bær og sá stuðningur hefur hjálpað mikið til. Það hefur samt ekki gengið mjög vel að komast á skíði á Ólafsfirði og það er langt síðan ég fór á skíði þar enda hefur ekki verið mikill snjór í Ólafsfirði undanfarin ár. Ef maður ætlar eitthvað á skíði fyrir norðan þá er það helst að fara á Dalvík eða Akureyri. Við æfum langmest erlendis," segir Kristján, sem er kominn inn á leikana í Torinó. „Ég er búinn að ná lágmörkunum og það er nokkuð langt síðan. Ég hef stefnt að þessu í langan tíma og nú taka bara við venjulegar æfingar og keppni fram að leikunum. Maður á því að geta verið í góðu formi í Torínó." Kristján er ekkert búinn að setja sér markmið fyrir leikanna. „Það er erfitt að setja sér eitthvað markmið þegar svona langt er í leikanna. Ég ætla bara að sjá hvernig tímabilið gengur fyrir sig og meta stöðuna út frá því." Það yrði ótrúlega gaman að fá að vera með Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur verið yfirburðakona í skíðagöngu hér á landi undanfarin ár og er nú við nám við skíðaskóla í Noregi. Elsa Guðrún er nítján ára gömul og stefnir á að verða fyrsta íslenska konan til þess að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikunum. „Það er mjög gaman að þessu og stór upplifun fyrir mig að fá að vera með í þessu. Þetta kom mér mjög á óvart þegar það var hringt í mig en þetta hefur opnað nýjar dyr fyrir mig og hjálpað mér mjög mikið," segir Elsa Guðrún, sem hefur sérstaklega gaman af Norðmanninum Birni Dæhlie enda keppti hann í sömu grein og hún. „Ég hef mjög gaman af því sem Björn Dæhlie er að segja og hlusta mikið á hann. Ég bý í Noregi núna og er í skóla þar og get því talað við hann á norsku," segir Elsa en hún er þó ekki enn komin inn á leikana. „Ég þarf að komast undir 100 FIS-punkta og það var stefnan í fyrra að reyna að ná þessu niður en ég varð mikið veik og fékk að auki járnskort sem eyðilagði fyrir mér veturinn. Ég þarf því að keppa mikið í haust til þess að ná þessu en þetta getur verið mjög erfitt því ég er bara 19 ára en þarf að keppa við bestu konurnar í Noregi. Ég veit því ekki alveg hvernig þetta kemur til með að ganga og hvort ég komist inn." Elsa Guðrún hefur sigrað í göngu á Skíðamóti Íslands fimm ár í röð og það var því nauðsynlegt fyrir hana að komast í meiri keppni erlendis. „Það er mjög gott að komast út og þar er þetta allt öðruvísi umhverfi. Heima snerist þetta bara um að vinna, vinna, vinna en úti get ég ekki strax unnið þannig að maður þarf að leggja þetta öðruvísi upp." Elsa Guðrún veit að það þarf mikið til að hún komist inn á leikana og því er mikið verk fram undan. „Þjálfarnir mínir bæði á Íslandi og í Noregi ætla að reyna að finna mót fyrir mig og núna er bara að æfa og æfa og reyna að gera eitthvað á þessum mótum. Ég hef aldrei keppt svona stíft áður þannig að þetta verður allt voða nýtt fyrir mér. Ég ætla að reyna að komast inn og það yrði ótrúlega gaman að fá að vera með og upplifa þetta. Ég er ekkert að hugsa um sæti eða annað slíkt núna því það sem skiptir öllu máli er að fá að keppa á leikunum." Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Sjá meira
VISA Europe styður þrjá íslenska skíðamenn til keppni á vetrarólympíuleikunum og íslensku krakkarnir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir, hittu aðra verðandi Ólympíufara sem og gamla Ólympíumeistara á Ítalíu í vikunni. Vetrarólympíuleikarnir í Torinó fara fram eftir aðeins fimm mánuði og íslenska íþróttafólkið er komið á fullt að búa sig undir að taka þátt í hápunkti íþróttafólks á fjögurra ára fresti. Meðal þeirra eru Vonarstjörnur VISA þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir. Krakkarnir voru mættir til Ítalíu á dögunum þar sem þeir hittu fyrir mentora VISA sem og aðra krakka sem líkt og þau hafa verið valin til að njóta góðs af styrk VISA-Europe. Þar er um að ræða fjárhagslegan stuðning sem og að krakkarnir njóta góðs af ráðgjöf fyrrum Ólympíumeistara sem einhvern tíma stóðu í sömu sporum og þau en hafa síðan orðið að mesta afreksfólki Ólympíuleikanna frá upphafi. Mentorar VISA að þessu sinni voru fimm kunnir afreksíþróttamenn. Fyrstan má telja einn sigursælasta skíðagöngumann allra tíma, Björn Dæhlie, en hann er eini íþróttamaðurinn sem hefur unnið átta gull á Vertrarólympíuleikum. Dæhlie heillar alla sem hitta hann með lifandi framkomu og léttri lundu og nær hann alveg sérstaklega vel til krakkanna sem voru dugleg að spyrja hann spjaranna úr. Þarna voru líka Debrorah Compagnoni, fyrsti alpagreinaskíðamaðurinn til að vinna gull á þremur Vetrarólympíuleikum, Franz Klammer sem er einn þekktasti skíðamaður allra tíma og varð þjóðhetja í heimalandi sínu þegar hann vann gull á heimavelli í Innsbrück 1976 og líka þær Rosa Mota og Sara Simeoni sem unnu bæði gull á Sumarólympíuleikum en þær voru báðar með þegar VISA setti fyrst þetta verkefni af stað fyrir Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Öll ræddu þessir miklu afreksíþróttamenn hvað væri mikilvægast fyrir krakkanna ril að þau geti náð fram sínu besta í Torínó og sáu þau um mismunandi þætti sem koma að undirbúningi fyrir keppni. Alls voru samankomnir íþróttamenn frá níu löndum að þessu sinni en þarna voru líka krakkar frá Finnlandi, Sviss, Austurríki, Ítalíu, Noregi, Svíþjóð, Tyrklandi og Tékklandi auk þeirra þriggja sem komu frá Íslandi. Er búin að læra mikið af meiðslunum „Þetta er mikil reynsla fyrir mig," segir Dagný Linda Kristjánsdóttir, 25 ára skíðakona frá Akureyri, en hún hefur verið kosin skíðakona ársins fjórum sinnum. „Þetta er rosastyrkur fyrir okkur krakkanna því það er ekki nóg með að við fáum peningana þá fáum við líka þessa ráðgjöf og kennslu sem er ekki síðra. Það er frábært að fá að heyra þetta fólk miðla af sinni reynslu og það er líka mjög hvetjandi að fá að hitta þetta fólk og tala við það í góðum tómi því stuðningur þess er ekki bundinn eingöngu við einhverja fyrirlestra. Við getum alltaf haft samband við þau og höfum aðgang að þeim hvenær sem við viljum, hvort sem það er andlegt eða eitthvað tengt æfingunum sjálfum." Dagný er að stíga upp úr erfiðum meiðslum sem hafa haldið henni frá keppni í langan tíma. „Mér finnst frábært að ég hafi verið valin í þetta því ég er búin að vera meidd í eitt og hálft ár og það kom mér á óvart að þeir vildu samt styrkja mig og gefa mér tækifærið. Ég er búin að læra mikið af að fara í gegnum svona erfið meiðsli. Ég hef bæði verið að gera öðruvísi æfingar og þá er ég líka búin að breyta mikið mínum venjum í tengslum við æfingarnar. Ég er ekki enn farin að geta allt sem ég gat áður og því hefur þolinmæðin verið ein af mikilvægustu þáttunum. Það er ótrúlegt hvað maður á af henni þegar á reynir," segir Dagný Linda en einn af mentorunum, Debrorah Compagnoni, náði frábærum árangri þrátt fyrir að hafa meiðst illa ung og Dagný hefur rætt þessi mál við hana. „Það er erfitt að reyna að finna jafnvægið á milli þess að gera nógu mikið og gera of mikið. Ég hef spurt mentorana út í reynslu þeirra af erfiðum meiðslum og þá sérstaklega Deborahu Compagnoni því það er auðveldast að bera mig saman við hana því hún er einnig á skíðum." Meiðslin hafa spilt mikið fyrir undirbúningnum fyrir leikana en Dagný er samt ennþá inni á leikunum. „Ég á að vera komin inn en vandamálið eru að meiðslin hafa spillt þarna fyrir mér því þar sem að maður fær refsistig fyrir að vera ekki búin að keppa vegna meiðsla en ég held að ég sé ennþá inni," segir Dagný, sem ljómar öll af spenningi þegar talið berst að leikunum. „Það er mikið ævintýri að fara á Ólympíuleika og það er mjög mikilvægt að undirbúa sig andlega og vita hversu stórir leikarnir eru. Það að koma í mark fyrir framan 40 þúsund áhorfendur sem allir klappa fyrir manni er eitthvað sem við erum ekki vön. Ég ætla að gera mitt besta í Tórínó. Áður en ég meiddist þá var ég búin að setja mér markmið á þessum Ólympíuleikum og þau voru orðin frekar há miðað við hvernig gekk þá. Ég er rétt komin á skíði á ný, veit ekkert hvar ég stend eða hvernig hnéð verður í vetur og tel því vera óraunhæft í dag að setja mér markmið fyrir þessa Ólympíuleika. Það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að reyna að vera með og njóta þess að vera þarna." Ekki gengið vel að komast á skíði á Ólafsfirði „Þetta er mjög gaman að heyra frá þessum gömlu íþróttamönnum og hvað þeir hafa mikið af segja og geta miðlað af mikllri reynslu," segir Kristján Uni Óskarsson, 21 árs skíðamaður frá Ólafsfirði sem hefur æft skíði frá ungum aldri og dvaldi meðal annars í þrjú ár í skíðaskóla í Noregi. „Það kom á óvart að VISA skyldi vilja styrkja okkur svona mikið og það er frábært að setja af stað verkefni eins og þetta. Það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að standa í þessu og maður er nánast bara yfir sumarið heima hjá sér og þá er maður meira að segja líka að fara út í styttri æfingaferðir. Þegar kemur fram á haustin er maður alltaf fljúgandi fram og til baka. Þó að það sé bara september þá er ég búinn að fara þrisvar sinnum út og þetta er bara rétt að byrja," segir Kristján Uni, sem var nýkomin úr mikilli ævintýraferð með landsliðinu. „Við í skíðalandsliðinu fórum meðal annars til Ástralíu á dögunum. Það var dálítið skrítið að fara til Ástralíu til þess að komast á skíði en það nýttist ágætlega. Það voru góðar aðstæður en maður hafði ekki gert sér grein fyrir því að það væru svona stór skíðasvæði." Kristján er frá Ólafsfirði hefur tvisvar sinnum verið kosinn Íþróttamaður bæjarins. „Það er mjög mikill stuðningur við okkur Elsu frá Ólafsfirði þrátt fyrir að þetta sé lítill bær og sá stuðningur hefur hjálpað mikið til. Það hefur samt ekki gengið mjög vel að komast á skíði á Ólafsfirði og það er langt síðan ég fór á skíði þar enda hefur ekki verið mikill snjór í Ólafsfirði undanfarin ár. Ef maður ætlar eitthvað á skíði fyrir norðan þá er það helst að fara á Dalvík eða Akureyri. Við æfum langmest erlendis," segir Kristján, sem er kominn inn á leikana í Torinó. „Ég er búinn að ná lágmörkunum og það er nokkuð langt síðan. Ég hef stefnt að þessu í langan tíma og nú taka bara við venjulegar æfingar og keppni fram að leikunum. Maður á því að geta verið í góðu formi í Torínó." Kristján er ekkert búinn að setja sér markmið fyrir leikanna. „Það er erfitt að setja sér eitthvað markmið þegar svona langt er í leikanna. Ég ætla bara að sjá hvernig tímabilið gengur fyrir sig og meta stöðuna út frá því." Það yrði ótrúlega gaman að fá að vera með Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur verið yfirburðakona í skíðagöngu hér á landi undanfarin ár og er nú við nám við skíðaskóla í Noregi. Elsa Guðrún er nítján ára gömul og stefnir á að verða fyrsta íslenska konan til þess að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikunum. „Það er mjög gaman að þessu og stór upplifun fyrir mig að fá að vera með í þessu. Þetta kom mér mjög á óvart þegar það var hringt í mig en þetta hefur opnað nýjar dyr fyrir mig og hjálpað mér mjög mikið," segir Elsa Guðrún, sem hefur sérstaklega gaman af Norðmanninum Birni Dæhlie enda keppti hann í sömu grein og hún. „Ég hef mjög gaman af því sem Björn Dæhlie er að segja og hlusta mikið á hann. Ég bý í Noregi núna og er í skóla þar og get því talað við hann á norsku," segir Elsa en hún er þó ekki enn komin inn á leikana. „Ég þarf að komast undir 100 FIS-punkta og það var stefnan í fyrra að reyna að ná þessu niður en ég varð mikið veik og fékk að auki járnskort sem eyðilagði fyrir mér veturinn. Ég þarf því að keppa mikið í haust til þess að ná þessu en þetta getur verið mjög erfitt því ég er bara 19 ára en þarf að keppa við bestu konurnar í Noregi. Ég veit því ekki alveg hvernig þetta kemur til með að ganga og hvort ég komist inn." Elsa Guðrún hefur sigrað í göngu á Skíðamóti Íslands fimm ár í röð og það var því nauðsynlegt fyrir hana að komast í meiri keppni erlendis. „Það er mjög gott að komast út og þar er þetta allt öðruvísi umhverfi. Heima snerist þetta bara um að vinna, vinna, vinna en úti get ég ekki strax unnið þannig að maður þarf að leggja þetta öðruvísi upp." Elsa Guðrún veit að það þarf mikið til að hún komist inn á leikana og því er mikið verk fram undan. „Þjálfarnir mínir bæði á Íslandi og í Noregi ætla að reyna að finna mót fyrir mig og núna er bara að æfa og æfa og reyna að gera eitthvað á þessum mótum. Ég hef aldrei keppt svona stíft áður þannig að þetta verður allt voða nýtt fyrir mér. Ég ætla að reyna að komast inn og það yrði ótrúlega gaman að fá að vera með og upplifa þetta. Ég er ekkert að hugsa um sæti eða annað slíkt núna því það sem skiptir öllu máli er að fá að keppa á leikunum."
Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Sjá meira