Sport

Verða að spila skemmtilegan bolta

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að toppliði Chelsea beri skylda til að spila skemmtilega knattspyrnu, því það muni tryggja að áhorfendur haldi áfram að mæta á völlinn á Englandi. Þetta segir hann í ljósi fréttaflutings undanfarið um dræma ásókn á leiki á Englandi og ásakanir á hendur ensku liðanna um að þau spili of skipulagðan varnarleik. "Ég held að Jose Mourinho sé hugsjónamaður, " sagði Jol um kollega sinn hjá Chelsea í samtali við BBC í dag. "Hann er ekki bara þjálfari, heldur er hann maður sem vill að lið sitt spili skemmtilegan bolta. Hann verður líka að gera það, því ef lið ætla sér að vera á toppnum, verða þau að spila skemmtilegan bolta, því annars mætir enginn á völlinn," sagði Jol. "Við getum ekki ætlast til annars en að liðin á Englandi spili skemmtilega knattspyrnu, því við erum algjörlega háðir því að fólk mæti á völlinn og það gerist ekki ef liðin spila leiðinlegan bolta. Sjáið bara þjálfara eins og Louis van Gaal. Hann blandaði saman árangursríkum og skemmtilegum bolta þegar hann stýrði Ajax á sínum tíma, þó liðið væri mjög ungt. Því skyldu menn hér á Englandi ekki geta gert það sama," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×