Sport

Wenger styður Ferguson

NordicPhotos/GettyImages
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fékk stuðning úr ólíklegri átt í gærkvöld, þegar erkióvinur hans í gegn um árin, Arsene Wenger hjá Arsenal, lýsti yfir vanþóknun sinni á þeim stuðningsmönnum Manchester sem létu fúkyrðum rigna yfir Ferguson eftir tapið gegn Blackburn um helgina. "Ég býst við að það sé eins með okkur stjórana eins og það er með leikmennina, við erum aldrei betri en síðasti leikur okkar ber vitni. Mér býður hinsvegar við því hvernig stuðningsmenn United höguðu sér við Ferguson eftir leikinn um helgina. Við erum kannski ekki bestu vinir í heimi, en þetta fólk ætti að skammast sín fyrir að haga sér svona við Ferguson, eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×