Sport

Queiroz ver Ferguson

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, kom sínum manni til varnar í dag í ljósi gagnrýni sem hann hefur fengið að heyra eftir tapið fyrir Blackburn um helgina. Í viðtali við portúgalska fjölmiðla í dag, segir hann að knattspyrnan sé leikur skoðana og bendir á að menn verði aldrei sammála um fótbolta. "Stuðningsmenn segja að við spilum með einn framherja, en við spilum ekki með einn, ekki tvo, heldur þrjá framherja. Menn hafa verið að væla yfir því að við spilum ekki 4-4-2 og svo þegar við prófuðum það, töpuðum við. Þess vegna held ég að knattspyrna sé leikur þar sem hugmyndafræði - og í sumum tilvikum heimska - á sér engin takmörk," sagði Queiroz og túlki nú hver fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×