Sport

LuaLua með malaríu

Kongómaðurinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda, sem talið er að sé malaría, og gæti orðið frá keppni í allt að sex vikur. Talið er að leikmaðurinn hafi smitast þegar hann spilaði með landsliði sínu fyrr í þessum mánuði, en hann hné niður á æfingu á dögunum. Talið var að hann væri með flensu, en þegar hann var fluttur á sjúkrahús kom í ljós að hann var með einkenni malaríu. LuaLua er á batavegi, en má samkvæmt læknisráði ekki spila næstu vikurnar og verður jafnvel frá keppni í allt að sex vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×