Vodafone býður nú Mobile Connect 29. september 2005 00:01 Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi. Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi.
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira