Sport

Eiður handarbrotinn

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, handabrotnaði á æfingu með Chelsea fyrir skemmstu en þarf þó ekki að taka sér frí frá æfingum eða keppni. "Það hefur gengið á ýmsu hjá mér í upphafi leiktíðar. Fyrst veiktist ég og þurfti að taka mér frí í tvær vikur og svo handabrotnaði ég. En annars er ég bjartsýnn á framhaldið og sáttur með mína stöðu, þó það hefði auðvitað verið skemmtilegra að fá fleiri tækifæri með liðinu hingað til." Eiður spilaði í rúman hálftíma gegn Aston Villa í síðasta leik Chelsea og svo virtist sem handarbrotið væri ekki að há honum mikið þar sem Eiður spilaði vel þann tíma sem hann var inn á vellinum.Línur er þegar teknar að skýrast í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og svo virðist sem fátt geti stöðvað Chelsea. Eiður Smári er þó á því að Chelsea eigi mikið inni. "Mér finnst við vera að búnir að spila þokkalega hingað til, en þó hefur vantað svolítið upp á það að sóknarleikurinn hafi gengið vel. Aðalástæðan fyrir því að við erum efstir á þessum tímapunkti sú að aðalkeppinautar okkar, Manchester United og Arsenal, hafa tapað ódýrum stigum og gert okkar auðveldara fyrir að verja stöðu okkar á toppnum. En eflaust á keppnin eftir að verða jöfn í vetur þó það væri auðvitað best ef okkur tækist að vinna deildina með yfirburðum." Eiður kom ekkert inn á í leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld en verður vonandi í leikmannahópnum á sunnudaginn þegar liðin mætast á nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×