Marel á leið heim 30. september 2005 00:01 Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi." Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira
Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi."
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira