Sport

Naumur sigur Man Utd

Manchester United vann mikilvægan 2-3 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heiðar Helguson lék síðustu 20 mínúturnar í liði Fulham eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ruud van Nistelrooy skoraði tvívegis fyrir Man Utd og Wayne Rooney eitt og átti suður Kóreumaðurinn Ji Sung Park þátt í öllum mörkunum. Hann fiskaði vítaspyrnu sem Nistelroooy skoraði úr og lagði upp bæði hin mörkin. Tottenham vann ævintýralegan sigur á Charlton 2-3 eftir að hafa lent 2-0 undir. Varamaðurinn Robbie Keane skoraði sigurmark Spurs á 81. mínútu en áður höfðu Ledley King og Ahmed Mido jafnað metin eftir að Darren Bent kom heimamönnum í Charlton í 2-0. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í gær. Newcastle gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Newcastle lék án Michael Owen í dag vegna meiðsla og má liðið þakka markverði sínum, Shay Given fyrir stigið en hann átti stórleik milli stanganna.  Þá vann Blackburn 2-0 sigur á W.B.A. þar sem Finninn Shefki Kuqi skoraði bæði mörk heimamanna á síðustu 10 mínútum leiksins en hann kom á frjálsri sölu frá Ipswich í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×