Synd að Ívar sé ekki í hópnum 4. október 2005 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira