Gunnar Heiðar meiddur 4. október 2005 00:01 Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira