Innlent

270 milljónir í sendiráðin

Sendiráð Íslands fá rúmlega tvö hundruð og sjötíu milljóna króna aukaframlag á fjáraukalögum sem lögð voru fram í vikunni. Á fjárlögum ársins sem samþykkt voru í desember í fyrra var gert ráð fyrir að kostnaður við sendiráðin næmi um sautján hundruð milljónum króna. Aukningin nú nemur því sextán prósentum af því sem gert var ráð fyrir að rekstur sendiráðanna kostaði. Í skýringum með frumvarpi til fjáraukalaga segir að viðbótarframlagið sé til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla. Engar nánari skýringar fengust í utanríkisráðuneytinu þegar eftir þeim var leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×