Sport

Einbeitingarleysi felldi okkur

Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfarana, var þokkalega sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Pólverjum í gær en sagði það óneitanlega vonbrigði að tapa leiknum með þessum hætti. "Mér fannst við vera svolítið hræddir í upphafi leiks og okkur gekk ill að senda auðveldar sendingar á milli manna. En eftir sem að leið á leikinn þá tókst okkur verjast vel og náðum að sækja hratt þegar færi gafst. Við lögðum upp með það að bíða aftarlega á vellinum og vera þéttir og ná þannig að pressa þá til þess að gefa langa bolta fram völlinn. Sú bið getur oft verið erfið en samt get ég nú ekki sagt að við höfum lent í miklum erfiðleikum." Logi var ánægður með mörkin en sagði ólöglegt mark Pólverjana hafa slegið lið sitt útaf laginu. "Það var sjálfstraust í okkar leik eftir því sem leið á hann og við komumst verðskuldað yfir í tvígang. En Pólverjanir eru með virkilega gott lið. Eftir jöfnunarmark þeirra í síðari hálfleik, sem var klárlega ólöglegt þar sem Indriða Sigurðssyni var haldið í vítateignum, náðum við ekki að komast nægilega vel inn í leikinn og lentum í vandræðum. En þetta var mikilvægur leikur fyrir þetta unga lið sem við stilltum upp. Einbeitingarleysi varð okkur að falli en vonandi náum við að laga það fyrir leikinn erfiða gegn Svíum í næstu viku."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×