Benitez ræðir við leikmenn sína 14. október 2005 00:01 Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira