Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði 15. október 2005 00:01 Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira