Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði 15. október 2005 00:01 Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira