Faldi hass í holri bók 17. október 2005 00:01 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira