Fólkið neitar sök 17. október 2005 00:01 Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira