Innlent

Fundað um varnarsamninginn í dag

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar. Albert Jónsson sendiherra er í forsvari fyrir íslensku samninganefndina. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að orrustuþotur varnarliðsins verði áfram hér á landi, þrátt fyrir fyrirsjánlega fækkun hermanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×