Sport

Fulham vann Liverpool

Leikjunum fjórum sem hófust klukkan 14 í enska boltanum er lokið. Þar ber hæst sigur Fulham á Liverpool, en mörk frá Collins John á 30. mínútu og Luis Boa Morte á þeirri 90. tryggðu Fulham góðan sigur á Evrópumeisturunum, sem hafa ekki riðið feitum hesti í úrvalsdeildinni í haust. Tottenham náði að knýja fram jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford. Mikael Silvestre kom United yfir snemma leiks með marki eftir aukaspyrnu, en Jermaine Jenas jafnaði leikinn með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu og þar við sat. Arsenal vann nauman sigur á Manchester City á heimavelli. Robert Pires skoraði sigurmark Arsenal úr vítaspyrnu á 61. mínútu. Þá unnu nýliðar Wigan enn einn sigurinn, í þetta sinn á útivelli gegn Aston Villa, 2-0. Fyrra markið var sjálfsmark á 31. mínútu, en Alan Mahon gerði síðara markið á 83. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×