Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu 26. október 2005 06:30 Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga." Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga."
Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent