Kókaín í umslaginu 26. október 2005 06:45 Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira