Kókaín í umslaginu 26. október 2005 06:45 Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira