Innlent

Hvatt til aukinna framlaga til þróunaraðstoðar

Frá setningu þings Norðurlandaráðs í gær.
Frá setningu þings Norðurlandaráðs í gær. MYND/Hari
 

57. þing Norðurlandaráðs var sett á Hótel Nordica í Reykjavík í gær. Á dagskrá í gær voru almennar stjórnmálaumræður.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti til þess í ræðu sinni við upphaf Norðurlandaráðsþings að Norðurlönd beittu sér fyrir því að ríkar þjóðir veittu 0,7 prósent af þjóðarframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna.

Berit Andnor, samstarfsráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þingið í stað Görans Perssons forsætisráðherra sem ekki gat tekið þátt í upphafsumræðunum. hún sagði almenna velferð styrkja efnahagslega þróun og gera mönnum kleift að bregðast við þróuninni í hnattvæddum heimi.

Halldór Ásgrímsson talaði um að kjarninn í norrænu samstarfi væri, og ætti að vera, innra samstarf norrænu ríkjanna. Það mætti ekki falla í skuggann af alþjóðlegum þáttum samstarfsins.

Norðurlandaráðsþing stendur yfir í Reykjavík þar til á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×