Innlent

Rætt um stöðuna í varnarviðræðunum

MYND/Teitur

Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan kortér yfir átta í morgun, til að ræða stöðuna í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina á Keflavíkurflugvelli og varnarmál Íslands almennt.

Lítið hefur verið um opinberar fréttir af stöðu mála eftir að sendinefnd Íslands sá ekki ástæðu til að mæta á viðræðufund með bandarískri sendinefnd í Washington á dögunum. Geir Haarde, utanríkisráðherra, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla og engar opinberar yfirlýsingar hafa komið frá Bandaríkjamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×