Þar er auglýst bloggsíðan rokland.blogspot.com. Þegar á síðuna er komið virðist vera um að ræða bloggsíðu 39 ára gamals Sauðkrækings sem gagnrýnir allt sem í kringum hann er. Ekki er þó allt sem sýnist því þarna er á ferðinni auglýsing fyrir nýjustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Hún ber titilinn Rokland og fjallar um mann sem fær útrás fyrir gremju sína með skrifum á bloggsíðu sína.
Bloggið auglýst á forsíðu

Bloggmenningin hefur tröllriðið landanum síðustu misseri en hingað til hafa menn að mestu látið það vera að kaupa auglýsingar til að kynna skrif sín. Auglýsing á forsíðu Fréttablaðsins í dag og undanfarna daga, virðist þó gefa til kynna að þetta sé að breytast.