Innlent

Hanna Birna með flest atkvæði

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði.

Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða. Næstur kemur Kjartan Magnússon með rúmlega 79%. 

Staðan var þessi samkvæmt töldum atkvæðum klukkan 23.

1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 4.642 atkvæði í 1. sæti. 

2. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 4.656 atkvæði í 1.-2. sæti. 

3. Gísli Marteinn Baldursson með 4.734 atkvæði í 1.-3. sæti. 

4. Kjartan Magnússon með 4.541 atkvæði í 1.-4. sæti. 

5. Júlíus Vífill Ingvarsson með 4.180 atkvæði í 1.-5. sæti. 

6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 4.814 atkvæði í 1.-6. sæti. 

7. Jórunn Frímannsdóttir með 4.696 atkvæði 1.-7. sæti. 

8. Sif Sigfúsdóttir með 4.035 atkvæði í 1.-8. sæti. 

9. Bolli Thoroddsen með 4.254 atkvæði í 1.-9. sæti. 

10. Marta Guðjónsdóttir með 3.680 atkvæði í 1.-9. sæti. 

11. Ragnar Sær Ragnarsson með 2.675 atkvæði í 1.-9. sæti. 

12. Kristján Guðmundsson með 2.476 atkvæði í 1.-9. sæti. 

13. Björn Gíslason með 2.033 atkvæði í 1.-9. sæti. 

14. Jóhann Páll Símonarson með 1.474 atkvæði í 1.-9. sæti. 

15. Örn Sigurðsson með 1.269 atkvæði í 1.-9. sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×