Innlent

Segir frjálshyggjuna á undanhaldi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir frjálshyggjuna á hröðu undanhaldi út um allan heim og líka á Íslandi. Á Flokksstjórnarfundi í dag deildi hún hart á Sjálfstæðismenn og sagði þá ekki hafa verið brautryðjendur í íslenskum stjónmálum í áratugi.

Ingibjörg Sólrún sagði ríkisstjórnina verklitla það sem af er þingi. Lítil tíðindi hefðu verið af pólitískum vígstöðum að undanförnu ef frá eru talin forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum.

Ingibjörg Sólrún segir stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og segir hún frjálshyggjuna á undanhaldi um heim allan.

Hún líkir ójöfnuði á hagvaxtartímum við bandarískt samfélag þar sem frjálshyggjan hefur ráðið ríkjum, þangað sem frjálshyggjufólk Sjálfstæðisflokksins hefur sótt hugmyndir sínar.

Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn víkja sér undan í erfiðum málum því of mikið væri í húfi og látið duga að fara sæmilega greiðfærar götur sem aðrir hefðu mótað úr illfærum troðningum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×