
Sport
Framtíð Monza í hættu

Svo gæti farið að ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fari ekki fram á Monza-brautinni á næsta keppnistímabili, því dómari hefur úrskurðað að ekki verði hægt að halda mót þar í framtíðinni nema hægt verði að draga verulega úr hávaða frá brautinni. Þetta þykir mótshöldurum áfall og segjast þeir efast um að hægt verði að ganga að kröfum íbúa. Málinu verður áfrýjað fljótlega.