Alvöru fréttaskýringaþáttur 18. nóvember 2005 21:33 Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni. Kompás NFS Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni.
Kompás NFS Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira