Baugur Group kaupir Mappin & Webb 23. nóvember 2005 08:58 Fjárfestar undir forystu Baugs Group hafa keypt MW Group Limited fyrir um 2,2 milljarða króna. Markmiðið með kaupunum er að sameina fyrirtækið verslunum Goldsmiths. MW Group er í fremstu röð breskra smásölufyrirtækja á sviði vandaðra skartgripa og úra og var stofnað fyrir rúmlega 230 árum síðan. Keðjan rekur 32 verslanir í Bretlandi undi nöfnum Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Mappin & Webb er eitt fárra fyrirtækja sem hefur hemild til að nota skjaldamerki Elísabetar drottningar og Karls Bretaprins í viðskiptum vegna hlutverks síns sem silfursmiðir hirðarinnar. Samtals reka Goldsmiths og MW Group á þriðja hundrað verslana og heildarársvelta fyrirtækjanna verður um 29 milljarðar króna. Meðal fjárfestanna má nefna Jurek Piasecki forstjóra Goldsmiths ásamt Landsbanka Íslands hf., Straum-Burðarás fjárfestingabanka og Fons. MW Group mun fyrst um sinn halda áfram að starfa sjálfstætt undir stjórn forstjórans Nick Evans. Félagið fellur vel að rekstri Goldsmiths, lítil skörun er á staðsetningu verslana fyrirtækjanna og talsverðir möguleikar til hagræðingar og vaxtar. Vörumerkin þrjú, Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland skapa sameinuðu félagi sterka stöðu á breskum markaði. Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Baugs Group í Bretlandi sagði í tilefni kaupanna: "Mappin & Webb er afbragðsgott nafn og hefur á sér mjög gott orð. Því lítum við á kaupin á fyrirtækinu sem mikilvægt tækifæri til þess að styrkja stöðu Goldsmiths á markaði með vönduðum skartgripum og úrum. Þetta er ásamt Mosaic Fashions gott dæmi um hvernig við byggjum upp fyrirtæki okkar. Við keyptum Goldsmiths í fyrra og með kaupunum á Mappin & Webb styrkjum við fyrirtækið enn frekar til aukins vaxtar." Jurek Piasecki forstjóri Goldsmiths sagði: "Þessi mikilvægu kaup veita bæði Goldsmiths og Mappin & Webb einstakt tækifæri til þess að standa saman að því að skapa fremsta smásölufyrirtæki Bretlands á sviði lúxusskartgripa og úra. Það sem gerði gæfumuninn var hversu mikils menn meta reynslu Baugs á sviði smásölu og að Baugur hefur sýnt að öfugt við marga breska fjárfesta er félagið tilbúð að líta til lengri tíma við uppbyggingu fjárfestinga sinna." Nick Evans forstjóri Mappin & Webb hafði eftirfarandi að segja: "Við gleðjumst mjög yfir þessum viðskiptum sem að okkar mati styrkja bæði fyrirtækin. Við leggjum nú aðaláherslu á jólamarkaðinn áður en farið verður að huga að samrunanum við Goldsmiths." Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands sá um ráðgjöf í viðskiptunum.. Fjármögnun var í höndum Landsbanka Íslands hf., og var að mestu í formi birgðafjármögnunar frá nýstofnuðu sviði eignatryggðrar fjármögnar.Um Goldsmiths GroupGoldsmiths Plc er stærsta skartgripakeðja Stóra-Bretlands með verslanir í öllum helstu bæjum og borgum landsins. Fyrirtækið hefur til sölu mesta fáanlega úrval vandaðra hágæðaúra frá bestu hönnuðum heims, gull, demanta, lúxusskartgripi og merkjavöru til gjafa.Um Mappin & WebbFyrirtækið Mappin & Webb var sofnað árið 1774 af Jonathan Mappin og er nú í hópi helstu fyrirtækja Stóra-Bretlands á sviði vandaðra skartgripa og silfurbúnaðar. Nú á tímum er það einkum þekkt fyrir sígilda úrvalssmíði og nútímalega hönnun við gerð skartgripa af einstökum gæðum, glæsilega silfurmuni, úr og glervöru.Um Baug GroupBaugur Group er alþjóðlegt fjárfestingafyrirtæki sem einbeitir sér að fjárfestingum á sviði þjónustu, smásölu og fasteignaviðskipta á Íslandi, í Stóra-Bretlandi og á Norðurlöndum. Hjá fyrirtækjum tengdum Baugi Group vinna nú um 51.000 manns um heim allan. Eignir fyrirtækisins námu 4,2 milljörðum punda þann 31. desember 20054 og heildarveltan var 7,6 milljarðar punda. Jón Ásgeir Jóhannesson er forstjóri Baugs Group og Hreinn Loftsson er formaður stjórnarnefndar fyrirtækisins. Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Fjárfestar undir forystu Baugs Group hafa keypt MW Group Limited fyrir um 2,2 milljarða króna. Markmiðið með kaupunum er að sameina fyrirtækið verslunum Goldsmiths. MW Group er í fremstu röð breskra smásölufyrirtækja á sviði vandaðra skartgripa og úra og var stofnað fyrir rúmlega 230 árum síðan. Keðjan rekur 32 verslanir í Bretlandi undi nöfnum Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Mappin & Webb er eitt fárra fyrirtækja sem hefur hemild til að nota skjaldamerki Elísabetar drottningar og Karls Bretaprins í viðskiptum vegna hlutverks síns sem silfursmiðir hirðarinnar. Samtals reka Goldsmiths og MW Group á þriðja hundrað verslana og heildarársvelta fyrirtækjanna verður um 29 milljarðar króna. Meðal fjárfestanna má nefna Jurek Piasecki forstjóra Goldsmiths ásamt Landsbanka Íslands hf., Straum-Burðarás fjárfestingabanka og Fons. MW Group mun fyrst um sinn halda áfram að starfa sjálfstætt undir stjórn forstjórans Nick Evans. Félagið fellur vel að rekstri Goldsmiths, lítil skörun er á staðsetningu verslana fyrirtækjanna og talsverðir möguleikar til hagræðingar og vaxtar. Vörumerkin þrjú, Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland skapa sameinuðu félagi sterka stöðu á breskum markaði. Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Baugs Group í Bretlandi sagði í tilefni kaupanna: "Mappin & Webb er afbragðsgott nafn og hefur á sér mjög gott orð. Því lítum við á kaupin á fyrirtækinu sem mikilvægt tækifæri til þess að styrkja stöðu Goldsmiths á markaði með vönduðum skartgripum og úrum. Þetta er ásamt Mosaic Fashions gott dæmi um hvernig við byggjum upp fyrirtæki okkar. Við keyptum Goldsmiths í fyrra og með kaupunum á Mappin & Webb styrkjum við fyrirtækið enn frekar til aukins vaxtar." Jurek Piasecki forstjóri Goldsmiths sagði: "Þessi mikilvægu kaup veita bæði Goldsmiths og Mappin & Webb einstakt tækifæri til þess að standa saman að því að skapa fremsta smásölufyrirtæki Bretlands á sviði lúxusskartgripa og úra. Það sem gerði gæfumuninn var hversu mikils menn meta reynslu Baugs á sviði smásölu og að Baugur hefur sýnt að öfugt við marga breska fjárfesta er félagið tilbúð að líta til lengri tíma við uppbyggingu fjárfestinga sinna." Nick Evans forstjóri Mappin & Webb hafði eftirfarandi að segja: "Við gleðjumst mjög yfir þessum viðskiptum sem að okkar mati styrkja bæði fyrirtækin. Við leggjum nú aðaláherslu á jólamarkaðinn áður en farið verður að huga að samrunanum við Goldsmiths." Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands sá um ráðgjöf í viðskiptunum.. Fjármögnun var í höndum Landsbanka Íslands hf., og var að mestu í formi birgðafjármögnunar frá nýstofnuðu sviði eignatryggðrar fjármögnar.Um Goldsmiths GroupGoldsmiths Plc er stærsta skartgripakeðja Stóra-Bretlands með verslanir í öllum helstu bæjum og borgum landsins. Fyrirtækið hefur til sölu mesta fáanlega úrval vandaðra hágæðaúra frá bestu hönnuðum heims, gull, demanta, lúxusskartgripi og merkjavöru til gjafa.Um Mappin & WebbFyrirtækið Mappin & Webb var sofnað árið 1774 af Jonathan Mappin og er nú í hópi helstu fyrirtækja Stóra-Bretlands á sviði vandaðra skartgripa og silfurbúnaðar. Nú á tímum er það einkum þekkt fyrir sígilda úrvalssmíði og nútímalega hönnun við gerð skartgripa af einstökum gæðum, glæsilega silfurmuni, úr og glervöru.Um Baug GroupBaugur Group er alþjóðlegt fjárfestingafyrirtæki sem einbeitir sér að fjárfestingum á sviði þjónustu, smásölu og fasteignaviðskipta á Íslandi, í Stóra-Bretlandi og á Norðurlöndum. Hjá fyrirtækjum tengdum Baugi Group vinna nú um 51.000 manns um heim allan. Eignir fyrirtækisins námu 4,2 milljörðum punda þann 31. desember 20054 og heildarveltan var 7,6 milljarðar punda. Jón Ásgeir Jóhannesson er forstjóri Baugs Group og Hreinn Loftsson er formaður stjórnarnefndar fyrirtækisins.
Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira