Innlent

Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Fyrir stundu var tilkynnt hverjir sitja í nefndinni en þeir eru: Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka sem er formaður nefndarinnar, Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Pálmi Haraldsson framkvæmdastjóri, Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri BYKO, Jón Sigurðsson seðlabankastjóri, Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR, Hulda Dóra Styrmisdóttir ráðgjafi, Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldór B. Þorbergsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Nefndarmenn fá ekki greidd laun fyrir störf sín. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×