Innlent

Lagt til að ákveðnir hlutar hússins verði friðaðir

MYND/E.Ól

Húsafriðunarnefnd hyggst leggja til við menntamálaráðherra að ákveðnir hlutar Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verði friðaðir. Eins og greint hefur verið frá stendur til að selja húsið verktakafyrirtækinu Mark-Húsum sem bauð hæst í það, alls 980 milljónir króna.

Húsafriðunarnefnd leggur til að ytra útlit hússins verði friðað, stóru anddyrin þrjú á húsinu og ungbarnaeftirlistálman en ekki er lögð til frekari friðun á innviðum hússins. Áður en að Húsafriðunarnefnd sendir tillögur sínar til menntamálaráðherra verða þær kynntar fyrir væntanlegum kaupendum en ekki hefur verið skrifað undir kaupsamning við þá þar sem enn vantar samþykki borgarráðs fyrir tilboðinu. Nýir eigendur eiga samkvæmt lögum rétt til að andmæla tillögunum áður en menntamálaráðherra tekur afstöðu til friðunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×