Innlent

Kosningabandalag líklegt á Ísafirði

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.

Allt útlit er fyrir að Samfylkingin, Vinstri- grænir og Frjálslyndir og óháðir bjóði fram saman á Ísafirði í bæjarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingarmenn og frjálslyndir og óháðir hafa þegar samþykkt sameiginlegt framboð en félagsfundur Vinstri - grænna á Ísafirði tekur afstöðu til þess í kvöld, en það voru þeir sem höfðu frumkvæði að myndun kosningabandalagsins.

Reiknað er með að haldið verði opið prófkjör með einhverjum takmörkunum þó í febrúar á næsta ári. Endanlegt fyrirkomulag prófkjörsins liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hver flokkur leggi fram lista með fjórum til sex frambjóðendum sem kosið er um. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynda meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðar nú með sex menn af níu, Samfylkingin er með tvo fulltrúa og frjálslyndir og óháðir einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×