Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur.
Hann sagði þó að ef hann skráði sig þyrfti það ekki að þýða að hann ætlaði að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.