Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri 13. desember 2005 18:09 Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið." Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið."
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira