Innlent

Ríkisstjórnin skipar nýja fjölmiðlanefnd

MYND/Valgarður

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að skipa nýja fjölmiðlanefnd til að leggja grunninn að nýju frumvarpi um íslenska fjölmiðla. Nefndin verður skipuð sjö manneskjum úr öllum stjórnmálaflokkum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að nýja fjölmiðlafrumvarpið eigi að taka mið af Fjölmiðlaskýrslunni síðari, en þar náðust sögulegar sættir í málinu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Tónninn í garð fjölmiðla þótti síðan harðna aftur hjá forystu Sjálfstæðisflokksins ekki síst á landsfundinum í haust. Þorgerður Katrín segist þó geta haft sínar prívat skoðanir á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×