Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma 29. desember 2005 11:57 Og Vodafone hefur gert samning við Arvato mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Arvato mobile er afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma og fleiri miðla. Það er dótturfyrirtæki arvato Bertelsmann AG og þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðla og netgáttir. Þá býður arvato mobile viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir hvað varðar innihald og stjórnun umboðs- og höfundarlauna enda starfar fyrirtækið náið með framleiðendum tónlistar og rétthöfum kvikmynda, leikja og sjónvarpsþátta. Arvato mobile rekur einnig efnisgáttina handy.de en þar er hægt að nálgast skjámyndir, hringitóna á ýmsum toga, Java leiki og senda skilaboð (SMS og pósthólfaskilaboð). Þar er einnig hægt að skoða mikið úrval símtækja og fylgihluta. Handy.de er leiðandi afþreyingar- og efnisgátt í Þýskalandi með ríflega fimm milljónir skráðra notenda og 640 þúsund einstakra notenda í hverjum einasta mánuði. Pétur Rúnar Guðnason, efnisstjóri Vodafone live! hjá Og Vodafone, kveðst afar ánægður að fá tækifæri til þess að vinna með fyrirtæki sem sé í fararbroddi í Evrópu í heildarlausnum fyrir efnisgáttir. "Arvato mobile hefur í nokkur ár boðið Vodafone fyrirtækjum og samstarfsaðilum framúrskarandi afþreyingarefni. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir Og Vodafone að eiga kost á fjölbreyttu efni frá fyrirtæki eins og Arvato mobile." Þá segir Christoph Hartlieb, framkvæmdastjóri Arvato mobile, að fyrirtækið hafi átt gott og náið samstarf með Vodafone fyrirtækjum víða um heim, á því verði engin breyting með samstarfi við Og Vodafone. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Og Vodafone hefur gert samning við Arvato mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Arvato mobile er afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma og fleiri miðla. Það er dótturfyrirtæki arvato Bertelsmann AG og þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðla og netgáttir. Þá býður arvato mobile viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir hvað varðar innihald og stjórnun umboðs- og höfundarlauna enda starfar fyrirtækið náið með framleiðendum tónlistar og rétthöfum kvikmynda, leikja og sjónvarpsþátta. Arvato mobile rekur einnig efnisgáttina handy.de en þar er hægt að nálgast skjámyndir, hringitóna á ýmsum toga, Java leiki og senda skilaboð (SMS og pósthólfaskilaboð). Þar er einnig hægt að skoða mikið úrval símtækja og fylgihluta. Handy.de er leiðandi afþreyingar- og efnisgátt í Þýskalandi með ríflega fimm milljónir skráðra notenda og 640 þúsund einstakra notenda í hverjum einasta mánuði. Pétur Rúnar Guðnason, efnisstjóri Vodafone live! hjá Og Vodafone, kveðst afar ánægður að fá tækifæri til þess að vinna með fyrirtæki sem sé í fararbroddi í Evrópu í heildarlausnum fyrir efnisgáttir. "Arvato mobile hefur í nokkur ár boðið Vodafone fyrirtækjum og samstarfsaðilum framúrskarandi afþreyingarefni. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir Og Vodafone að eiga kost á fjölbreyttu efni frá fyrirtæki eins og Arvato mobile." Þá segir Christoph Hartlieb, framkvæmdastjóri Arvato mobile, að fyrirtækið hafi átt gott og náið samstarf með Vodafone fyrirtækjum víða um heim, á því verði engin breyting með samstarfi við Og Vodafone.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira