Sport

Eiður til London í einkaþotu Baugs

Þotan sem Eiður og fjölskylda flugu heim með í morgun er ekki ólík þessari en með henni kom Jón Ólafsson í boði Baugs þegar hann seldi Norðurljós sælla minninga.
Þotan sem Eiður og fjölskylda flugu heim með í morgun er ekki ólík þessari en með henni kom Jón Ólafsson í boði Baugs þegar hann seldi Norðurljós sælla minninga. fréttablaðið/pjetur
Eiður Smári Guðjohnsen var krýndur íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur staðið í ströngu með Chelsea yfir hátíðirnar og fengið lítið frí. Hann flaug til landsins með Flugleiðavél seinni partinn í gær og stoppaði stutt því Chelsea vildi fá hann aftur á æfingu í dag.

Hann varð því að fljúga með einkaþotu til Lundúna snemma í morgun og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins var það Baugur sem borgaði brúsann en til þeirra var leitað þegar ljóst varð að Eiður yrði að komast fljótt aftur til Lundúna. Annars hefði hann tæplega komist á athöfnina í gær.

Þetta er í annað sinn í sögunni sem íþróttamaður ársins flýgur heim í einkaþotu með styttuna góðu en það gerði fyrstur manna faðir Eiðs, Arnór Guðjohnsen, þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×