Síminn undirbýr útrás 24. mars 2006 00:01 Síminn skoðar útrásartækifæri. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða króna ef tækifæri gerast. Lýður Guðmundsson vill að hugað verði að nýjum sæstreng. Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira