Glitnir í A-flokk allra lánshæfisfyrirtækjanna 29. mars 2006 00:01 Glitnir hefur fengið lánshæfismat hjá Standard & Poors; hlaut langtímaeinkunnina A- og metur matsfyrirtækið horfur í rekstri stöðugar. Skammtímaeinkunnin er A-2. Glitnir, sem hlaut staðfestingu á nýju nafni sínu á hluthafafundi í gær, er fyrsti bankinn sem S&P metur til einkunnar. Einkunn Glitnis er hlutfallslega í samræmi við mat annarra matsfyrirtækja á bankanum sett í samhengi við einkunnir annarra banka á Norðurlöndum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir einkunnina mikla viðurkenningu á viðskiptamódeli, stefnu, áhættustýringu og eignasafni bankans. Þetta þýðir að aðgangur okkar að fjárfestamörkuðum stórbatnar. Sérstaklega á mörkuðum þar sem Standard og Poors eru sterkir svo sem í Ástralíu og í Bandaríkjunum sem er að verða okkar mikilvægasti markaður í dag. Greiningardeildir erlendra banka hafa haldið því fram að ef S&P gæfi íslensku bönkunum einkunn myndi hún verða BBB. Greinandi Merrill Lynch hélt þessu meðal annars fram og fleiri fylgdu í kjölfarið. Bjarni segir þessa einkunnagjöf snúa við þeirri neikvæðu umræðu sem verið hafi að undanförnu um íslensku bankana og efnahagskerfið. Þetta lánshæfismat er mun betra en til að mynda Merrill Lynch bjóst við í sinni skýrslu. Afleiðingin er sú að þeir sem voru að taka skortstöðu í skuldabréfum Glitnis eru í óða önn að loka þeim og álagið á skuldabréf bankans á eftirmarkaði hríðlækkar. Einkunn Glitnis hjá Standard & Poors ryður brautina fyrir kjör annarra banka á fjármálamörkuðum. Með einkunninni hafa verið hraktar fullyrðingar um að það matsfyrirtæki sem eitt hafði ekki gefið Glitni einkunn myndi gefa bankanum verulega lægri einkunn en Moodys og Fitch. Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Glitnir hefur fengið lánshæfismat hjá Standard & Poors; hlaut langtímaeinkunnina A- og metur matsfyrirtækið horfur í rekstri stöðugar. Skammtímaeinkunnin er A-2. Glitnir, sem hlaut staðfestingu á nýju nafni sínu á hluthafafundi í gær, er fyrsti bankinn sem S&P metur til einkunnar. Einkunn Glitnis er hlutfallslega í samræmi við mat annarra matsfyrirtækja á bankanum sett í samhengi við einkunnir annarra banka á Norðurlöndum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir einkunnina mikla viðurkenningu á viðskiptamódeli, stefnu, áhættustýringu og eignasafni bankans. Þetta þýðir að aðgangur okkar að fjárfestamörkuðum stórbatnar. Sérstaklega á mörkuðum þar sem Standard og Poors eru sterkir svo sem í Ástralíu og í Bandaríkjunum sem er að verða okkar mikilvægasti markaður í dag. Greiningardeildir erlendra banka hafa haldið því fram að ef S&P gæfi íslensku bönkunum einkunn myndi hún verða BBB. Greinandi Merrill Lynch hélt þessu meðal annars fram og fleiri fylgdu í kjölfarið. Bjarni segir þessa einkunnagjöf snúa við þeirri neikvæðu umræðu sem verið hafi að undanförnu um íslensku bankana og efnahagskerfið. Þetta lánshæfismat er mun betra en til að mynda Merrill Lynch bjóst við í sinni skýrslu. Afleiðingin er sú að þeir sem voru að taka skortstöðu í skuldabréfum Glitnis eru í óða önn að loka þeim og álagið á skuldabréf bankans á eftirmarkaði hríðlækkar. Einkunn Glitnis hjá Standard & Poors ryður brautina fyrir kjör annarra banka á fjármálamörkuðum. Með einkunninni hafa verið hraktar fullyrðingar um að það matsfyrirtæki sem eitt hafði ekki gefið Glitni einkunn myndi gefa bankanum verulega lægri einkunn en Moodys og Fitch.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira