Aðgreining bók- og starfsnáms afnumin 12. júlí 2006 07:00 tækifæri Hugmyndin um breyttan framhaldsskóla býður upp á fjölmörg tækifæri. Ungt fólk mun væntanlega hafa úr nýjum spennandi námsleiðum að velja innan skamms. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo." Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo."
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira