Samkeppniseftirlitið ógilti samruna lyfjafyrirtækja 12. júlí 2006 07:45 Lyf & heilsa Framkvæmdastjóri Lyf & heilsu segir að úrskurðurinn sé í skoðun og honum verði hugsanlega áfrýjað. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju. Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju.
Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira